Litluborgir, Hafnarfirði

Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar hafa unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Litluborgir í landi Hafnarfjarðarbæjar.

Litluborgir voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2009 með auglýsingu nr. 395/2009. Stærð svæðis er 10,6 ha. Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Hellar og skútar eru í hrauninu og eru þeir viðkvæmir fyrir ágangi. Markmiðið með friðlýsingu Litluborga er að vernda sérstæðar jarðmyndanir í landi Hafnarfjarðar. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis.

Tillaga að áætluninni fór í sex vikna kynningarferli og frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum var til og með 31. október 2022.

Áætluninni var vísað til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til staðfestingar 22. desember 2022.

Tengd skjöl: