Mynd: Hafþór Snjólfur Helgason
Svæði norðan Dyrfjalla var friðlýst sem landslagsverndarsvæði þann 2. júlí 2021 ásamt því sem Stórurð var friðlýst sem náttúruvætti.
Svæðið sem um ræðir er hluti Dyrfjallaeldstöðvarinnar og er staðsett ofan á þykkum basalthraunum. Innan svæðisins er að finna elstu hraun sem fundist hafa á Austfjörðum, um 13,5 milljón ára. Í hömrunum milli Stapavíkur og Selvogsnes er einnig að finna líparít bergganga.
Stórurð er gömul skriða sem féll ofan í Urðardal sem einkennist af stórum björgum og stórgrýti. Innan um stórgrýtið eru litlar tjarnir og sléttir grasbalar. Stórgrýtið er úr móbergi sem á uppruna sinn í megineldstöðinni í Dyrfjöllum. Úr Stórurð er mikilfenglegt útsýni, meðal annars á dyrnar í Dyrfjöllum sem er stórbrotin sjón.
Kort af svæðinu
Auglýsing um landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð
Stórurð - greinargerð
Umsögn að loknum áformum, Hrafnabjörg, Heyskálar og Unaós
Hnitaskrá fyrir landslagsverndarsvæði
Hnitaskrá fyrir náttúruvætti
Hnitaskrá fyrir svæði á Hrafnabjörgum