Háalda

Háalda var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Svæðið er jökulalda mikil milli Sandfells og Hofs. Hlaupset sem varð til í jökulhlaupi við gos 1727 í Öræfajökli. Þetta fyrirbæri er dæmigert dauðíslandslag. Jökulkerið í öldunni er far eftir ísjaka.

Svæðið féll inn í Vatnajökulsþjóðgarð í júní 2021.

Stærð náttúruvættisins er 4,9 ha.