Endurvinnsla skipa

Endurvinnsla skipa er starfsemi sem fer fram í skipaendurvinnslustöð. Stór skip (yfir 500 brúttótonn) sem sigla undir fána EES/ ESB-ríkis falla undir reglugerð nr. 777/2019 um endurvinnslu skipa og þau má einungis taka í sundur í aðstöðu sem er á Evrópuskrá yfir skipaendurvinnslustöðvar.

Evrópuskrá yfir skipaendurvinnslustöðvar

Evrópuskrá yfir skipaendurvinnslustöðvar er birt í framkvæmdarákvörðun 2016/2323/ESB.

Nýjasta útgáfa skráarinnar er birt á vef Evrópubandalagsins: Evrópuskrá yfir skipaendurvinnslustöðvar

Kröfur um endurvinnslu EES/ ESB-skipa sem eru yfir 500 brúttótonnum

Eigandi skips skal:

  • Tilkynna um endurvinnsluna til viðeigandi stjórnvalds*
  • Leggja fram vottorð um tiltækileika til endurvinnslu
  • Leggja fram vottorð um birgðaskrá yfir hættuleg efni
  • Leggja fram endurvinnsluáætlun frá rekstraraðila
  • Senda skip sín til endurvinnslu í aðstöðu sem er skráð í Evrópuskrá yfir skipaendurvinnslustöðvar

*Skrá yfir yfirvöld og stjórnvöld

Framkvæmdastjórn ESB birtir á vefsetri sínu skrá yfir lögbæru yfirvöldin og stjórnvöldin (competent authorities and administrations)

Nánari upplýsingar um kröfur til eigenda skipa vegna skipaendurvinnslu má fá hjá Samgöngustofu, samgongustofa@samgongustofa.is

Undanþágur

Reglugerð um endurvinnslu skipa gildir um skip sem sigla undir fána ESB-ríkis, en þó eru eftirtalin skip undanþegin:

  1. Herskip, hjálparskip í flota eða önnur skip í ríkiseigu eða ríkisrekin skip, sem eru um stundarsakir einungis nýtt í þágu hins opinbera til annars en í atvinnuskyni,
  2. Skip sem eru undir 500 brúttótonnum,
  3. Skip sem á vistferli sínum sigla einungis um hafsvæði sem falla undir fullveldisrétt eða lögsögu þess aðildarríkis sem er fánaríki skipsins.

Skip sem falla undir reglugerð um endurvinnslu skipa eru undanþegin reglum um flutning úrgangs milli landa.

Minni skip (undir 500 brúttótonnum) sem innihalda spilliefni og eru flutt milli landa til endurvinnslu skulu meðhöndluð í samræmi við reglugerð um flutning úrgangs milli landa – sjá nánari upplýsingar um leyfisveitingar hér.

Heimildir

Reglugerð nr. 777/2019 um endurvinnslu skipa.

Reglugerð (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1013/2006 og tilskipun 2009/16/EB.

  • Framkvæmdarákvörðun 2016/2323/ESB um að koma á fót Evrópuskrá yfir skipaendurvinnslustöðvar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa.

Framkvæmdarákvörðun (ESB) 2016/2321 um snið vottorðs um tiltækileika til endurvinnslu sem gefið er út í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa..

Framkvæmdarákvörðun (ESB) 2016/2325 um snið vottorðs um birgðaskrá yfir hættuleg efni sem gefið er út í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa.

Löggjöf um endurvinnslu skipa á ensku.