Móttaka úrgangs frá skipum

Hafnarstjórn er skylt að koma upp viðunandi aðstöðu fyrir móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum, en Umhverfisstofnun hefur eftirlit með með aðstöðu í höfnum og staðfestir áætlanir hafnaryfirvalda um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa. Markmiðið er að vernda umhverfi sjávar og draga úr losun úrgangs og farmleifa í sjó frá skipum.