Eftirlit með nagdýra- og skordýraeitri

Tilgangur og markmið:

  • Að ganga úr skugga um að nagdýraeitur og skordýraeitur á markaði séu með markaðsleyfi.
  • Að athuga hvort merkingar séu í samræmi við gildandi reglur.
  • Að kanna hvort öryggisblöð séu aðgengileg fyrir þá sem nota vörurnar í atvinnuskyni.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Starfsmenn Umhverfisstofnunar fóru í eftirlit hjá 7 fyrirtækjum og í ljós kom að 5 þeirra markaðssettu sæfivörur í vöruflokkum 14 og 18. Í úrtaki voru fyrirtæki sem eru framarlega í aðfangakeðjunni og hafa mikla markaðshlutdeild. Miðað við gögn sem stofnunin hefur undir höndum um innflutning á nagdýra- og skordýraeitri, má ætla að fyrirtækin sem voru í úrtakinu séu samanlagt með um eða yfir 90% markaðshlutdeild hér á landi.

Eftirfarandi fyrirtæki markaðssettu nagdýra- og skordýraeitur:

  • Kemi ehf.
  • Halldór Jónsson ehf.
  • Ráðtak ehf.
  • Streymi heildverslun ehf.
  • Senia ehf.

Í eftirlitinu kom í ljós að 3 vörur voru markaðssettar án markaðsleyfis.

Í kjölfarið voru 2 vörur fjarlægðar af markaði, eitt fyrirtæki fékk frest til að fjarlægja 1 vöru af markaði og mun sækja um markaðsleyfi fyrir hana.

  • Tvö fyrirtæki voru frávikalaus
  • Fjórar vörur voru með ófullnægjandi merkingar
  • Þrjár vörur voru án markaðsleyfis
  • Tvær vörur hafa verið fjarlægðar af markaði
  • Sótt verður um markaðsleyfi fyrir eina vöru

Eftirlitsþegum voru sendar eftirlitsskýrslur ásamt bréfi þann 11. júlí 2014 og 23. október og þeim fyrirtækjum, þar sem ekki komu fram frávik, var jafnframt tilkynnt um málslok. Þegar um var að ræða frávik var eftirlitsþega veittur frestur til 31. ágúst annars vegar og 20. október 2014 hins vegar til að gera athugasemdir við eftirlitið og bregðast við frávikum.

Öll fyrirtækin hafa brugðist við kröfum Umhverfisstofnunar.