Tilgangur:
Framkvæmd og helstu niðurstöður:
Verkefnið náði til algengra efnavara fyrir bíla sem eru notaðar bæði af almenningi og innan atvinnulífsins. Þar má nefna vörur eins og málningu, lökk, smurefni, hreinsiefni, rúðuvökva og frostlög. Farið var í eftirlitsferðir um miðjan nóvember 2016 og heimsótt fyrirtæki sem eru umsvifamikil í sölu og innflutningi á bílavörum.
Eftirfarandi 13 fyrirtæki féllu undir umfang eftirlitsins:
Alls voru 36 vörur í úrtakinu og voru tvær til þrjár vörur skoðaðar í hverju fyrirtæki. Valdar voru merkingarskyldar vörur skv. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun og merkingu á efnum og efnablöndum (CLP) sem fluttar eru inn af eða eru á ábyrgð viðkomandi fyrirtækis. Í kjölfar eftirlits var haft samband við fyrirtækin og óskað eftir öryggisblöðum fyrir þær vörur sem voru í úrtakinu.
Varðandi merkingar voru algengustu frávikin að íslenskar hættumerkingar vantaði alfarið á vörurnar eða að uppfæra þurfti merkingarnar í samræmi við nýjar reglur (CLP). Hér má sjá niðurstöður varðandi merkingar varanna:
| Fjöldi | Hlutfall(%) |
Vörur í úrtaki | 36 |
|
Vörur án frávika | 6 | 17 |
Vörursem vantar alfarið íslenskar merkingar | 15 | 42 |
Uppfæraþarf merkingar á vörumaðnýrrireglugerð (CLP) | 11 | 30 |
Önnur frávik | 4 | 11 |
Einungis voru gerðar kröfur um lagfæringar vegna frávika á öryggisblöðum ef öruggt taldist að vörurnar væru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni en tvær vörur voru með frávik hvað það varðar. Fyrir aðra vöruna voru einungis erlend öryggisblöð lögð fram og hinni vörunni fylgdu íslensk öryggisblöð sem þurfti að lagfæra. Jafnframt voru sendar ábendingar um lagfæringar hvað varðar öryggisblöð annarra vara. Öryggisblöð voru jafnframt höfð til hliðsjónar við mat á því hvort merkingar á umbúðum væru í lagi.
Gerðar voru kröfur um úrbætur á merkingum á þeim vörum sem voru vanmerktar og uppfærslu á öryggisblöðum þar sem það átti við. Fyrirtækin brugðust vel við og hafa öll gert viðeigandi úrbætur í sinum málum.