Leiðbeiningar um öryggisskýrslu og öryggismat og hvernig það á að vera má finna í reglugerð (EB) nr. 1223/2009, bæði í reglugerðinni sjálfri, aðallega 10. gr., í
I. viðauka hennar og í
viðmiðunarreglum um viðaukann.
Rétt er að benda á að öryggismatið er hluti s.k. vöruupplýsingaskjali (product information file) því sem ábyrgðaraðili snyrtivöru þarf einnig að útbúa eða láta útbúa um vöruna.
Samkvæmt 10. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur er m.a. skilyrt að öryggismat skuli „vera í höndum aðila sem getur framvísað prófskírteini eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem veittur er að loknu bóklegu og verklegu háskólanámi í lyfjafræði, eiturefnafræði, læknisfræði eða sambærilegu fagi eða öðru námi sem jafngildir því að mati viðkomandi aðildarríkis“.