Tilgangur:
Framkvæmd og helstu niðurstöður:
Verkefnið náði til allra söluaðila plöntuverndarvara og nagdýraeiturs til notkunar í atvinnuskyni. Umhverfisstofnun óskaði eftir skrám vegna sölu á þessum vörum á árinu 2018 þar sem fram kæmu eftirfarandi upplýsingar: vöruheiti, umbúðastærð, fjöldi seldra eða afhentra sölueininga af hverri umbúðastærð, dagsetning sölu, nafn og kennitala notendaleyfishafa, sem og nafn og kennitala fyrirtækis, ef við átti.
Eftirfarandi fyrirtæki féllu undir umfang eftirlitsins:
Á árinu 2018 voru seldar 31 plöntuverndarvörur sem eingöngu eru til notkunar í atvinnuskyni og nam salan alls 2266 kg sem samsvarar 984 kg af virku efni. Af nagdýraeitri voru seldar 10 vörur og nam salan alls 7402 kg en það samsvarar þó aðeins 0,37 kg af virku efni, en styrkur þeirra í öllum þessum vörum er sá sami eða einungis 0,005%.
Eingöngu má afhenda plöntuverndarvörur og útrýmingarefni sem ætluð eru til notkunar í atvinnuskyni til aðila sem hafa gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun. Niðurstöður sem fást úr verkefninu sýna að af alls 116 kaupendum á plöntuverndarvörum til notkunar í atvinnuskyni voru 102 (88%) með notendaleyfi í gildi, en 6 (5%) voru með útrunnin leyfi og 8 (7%) höfðu aldrei verið með leyfi þegar kaupin áttu sér stað. Allir þeir sem keyptu nagdýraeitur á árinu 2018 voru með leyfi í gildi.
Hlutfall þeirra sem voru með leyfi í gildi við kaup á plöntuverndarvörum til notkunar í atvinnuskyni hefur aldrei verið jafn hátt eins og á árinu 2018 og eru það mjög góð tíðindi. Engu að síður gerist það ennþá að kaupendur á þessum vörum séu ekki með notendaleyfi í gildi og verður það áréttað við hlutaðeigandi fyrirtæki að þau ræki lagaskyldur sínar hvað þetta varðar.