Vöktun í hafi

Árleg vöktun á umhverfi sjávar við Ísland hófst árið 1989 til að fá sem heildstæðast yfirlit yfir ástand umhverfisins og uppsprettu mengunar við Ísland. Þeir vöktunarþættir sem valdir hafa verið fyrir mismunandi mæli- og matsþætti eru þorskur, kræklingur, nákuðungur og sjór (næringarefni).
Niðurstöður vöktunarinnar eru sendar í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og sýna þær að magn mengunarefna í lífríki sjávar er almennt vel undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum.