Notkun ýmissa efna fylgir viðhaldi á heitum pottum og sundlaugum og þá sérstaklega til að tryggja heilnæmi vatnsins. Efni sem algengt er að þurfi að nota við umhirðu heitra potta og sundlauga eru sótthreinsiefni (t.d. klór og bróm), efni til að stilla sýrustig (pH), efni sem eyða þörungum, hreinsiefni, hleypiefni, svo eitthvað sé nefnt.
Mikilvægt er að notaður sé réttur skammtur af efnum. Röng notkun getur farið illa með búnaðinn. Of mikil notkun getur valdið óþægindum og ertingu ef um sterk efni er að ræða og verið skaðleg umhverfinu. Of lítil notkun getur haft í för með sér sýkingarhættu af völdum baktería.
Merkingar á umbúðum hættulegra efna eiga að vera á íslensku. Sum þessara efna eru ætandi og skulu umbúðir þeirra vera með öryggislok og áþreifanlega viðvörun. Þau skal jafnframt geyma á læstum stað þar sem börn ná ekki til.
Dæmi eru um að hættuleg efni sem notuð eru til viðhalds á heitum pottum séu í umbúðum sem minna á leikföng og geta vakið forvitni barna þó að slíkar umbúðir séu bannaðar.
Nokkur atriði sem hafa skal í huga við notkun efna: