Kringilsárrani

Um friðlýsinguna

Kringilsárrani var friðlýstur árið 1975 og var friðlýsingin endurskoðuð árið 2003. Mikilvægt beitiland hreindýra. Sérstæð og gróin landspilda sem mörkuð er af hopi Brúarjökuls. Jökulminjar eru hér greinilegar og liggja svokallaðir hraukar yfir ranann þverann. Gróðursamfélagið er sérstætt, t.a.m eru þar sérkennilegar þyrpingar af hattsveppum.

Kringilsárrani er í umsjá Vatnajökulsþjóðgarðs og er eftirliti og annarri starfsemi sinnt af starfsfólki þjóðgarðsins.

Stærð friðlandsins er 6372,3 ha.

Svæði í hættu

Svæðið er á appelsínugula listanum

Auglýsing nr. 181/2003 í Stjórnartíðindum B.

Styrkleikar

Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður eru með samning um reksturinn. Búsvæði hreindýra og heiðagæsa. Náttúrustofa Austurlands og Náttúrufræðistofnun Íslands fylgjast með hreindýrum og heiðagæsum. Náttúrustofa Austurlands er með gróðurreiti í Kringilsárrana sem eru hluti af langtíma vöktunarverkefni þar sem fylgst er með hugsanlegum gróðurbreytingum vegna Hálslóns. Einnig eru í friðlandinu merkilegar minjar um jökulframrásir og jökulhop og liggja svokallaðir hraukar yfir ranann. Raninn er um leið sérstæð og gróin landspilda og eru þar sérkennilegar þyrpingar af hattsveppum. Svæðið er tiltölulega vel varið fyrir ágangi ferðamanna.

Veikleikar

Við gerð Hálslóns gekk nokkuð á gróðurlendi Kringilsárana og má búast við því að vistfræði svæðisins hafi breyst að einhverju leyti.

Ógnir

  • Sandfok og uppblástur vegna áhrifa frá Hálslóni. 
  • Ekki er til verndaráætlun fyrir svæðið. 

 Tækifæri 

  • Gerð verndaráætlunar. 
  • Vöktun á fok og jarðvegseyðingu og aðgerðir í kjölfar þess.