Vöktun og ástand

Tekið hefur verið saman yfirlit um núverandi umhverfisvöktun í hafi, ferskvatni, lofti og úrkomu sem Umhverfisstofnun hefur umsjón með og fer fram vegna skuldbindinga OSPAR samningsins* og Ísland gerðist aðili að árið 1997. Í yfirlitinu er fjallað um grundvöll og sögu vöktunarinnar, um vöktunarþætti og stofnanir sem sjá um framkvæmd þeirra samkvæmt samningi milli Umhverfisstofnunar og viðkomandi stofnunar, auk þess sem staðsetning vöktunarstaða er sýnd á kortum.

*OSPAR samningurinn um verndun Norðaustur-Atlantshafsins sem varð til við samruna tveggja samninga, Oslóarsamningsins frá árinu 1972 um viðbrögð vegna varps úrgangs í hafið, og Parísarsamningsins frá árinu 1974 um varnir gegn mengun frá landi.