Eftirlitsmælingar

Í fráveitu er verið að losa ýmis konar mengandi efni sem hægt er að draga úr með hreinsun á skólpi og virku eftirliti með hreinsuninni og vöktun á áhrifum á umhverfi. Markmið reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp er að vernda almenning og umhverfi, gegn mengun af völdum skólps og þar eru kröfur um hreinsun, eftirlit og vöktun settar fram.

 Sveitarfélög bera ábyrgð á uppbyggingu og rekstri fráveitna og eiga þar af leiðandi að tryggja hreinsun fráveituvatns. Heilbrigðisnefndir bera ábyrgð á eftirliti með fráveitu ásamt því að gefa út starfsleyfi.

 Kröfur sem settar eru fram um eftirlitsmælingar og vöktun vegna fráveitu taka mið af magni skólps og þess viðtaka sem skólpið er losað í.
 Umhverfisstofnun hefur gefið út eftirfarandi leiðbeiningar til þess að auðvelda og samræma eftirlitsmælingar og vöktun í viðtaka vegna fráveitu. Leiðbeiningarnar eiga við fráveitur sem losa meira en 50 persónueiningar og er þar farið yfir þær mismunandi kröfur sem gerðar eru til hreinsunar á skólpi: 

  • Viðeigandi hreinsun
  • Eins þreps hreinsun
  • Tveggja þrepa hreinsun
  • Ítarleg hreinsun

Frekari upplýsingar má finna í Leiðbeiningum um eftirlitsmælingar og vöktun vegna fráveitu.

Í eftirfarandi töflum má sjá helstu kröfur sem gerðar eru til hreinsunar á skólpi: