Malbikunarstöðin Höfði, Hafnarfirði (áður Malbikunarstöðin Munck)

Umhverfisstofnun hefur fært starfsleyfi Munck Íslandi ehf. yfir á nýjan rekstraraðila, Malbikunarstöðina Höfða hf. Starfsleyfið veitir heimid til að reka malbikunarstöð að Álhellu 34, Hafnarfirði. Heimilt er að framleiða allt að 160 t/klst. af malbiki.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit er að finna í starfsleyfinu sem gildir til 8. júní 2034.