E - Mat (Evaluation). Efnastofnun Evrópu leggur mat á þörf fyrir nýjar prófanir á efnum. Sum efni eru skoðuð sérstaklega á grundvelli áhættumats. Niðurstöður mats geta gefið tilefni til að tiltekið efni verði leyfisskylt eða jafnvel bannað.
A – Leyfisveiting efna (Authorisation). Notkun og markaðssetning valinna, sérstaklega hættulegra efna (XIV. viðauki við REACH - sjá lista hér) er háð leyfi. Slíkt leyfi er aðeins veitt að uppfylltum tilteknum skilyrðum s.s. að efnið berist ekki út í umhverfið í of miklum mæli eða að engin hættuminni efni geti komið í staðinn.
CH – Efni (chemicals).