Ef efni hefur í för með sér óviðunandi áhættu fyrir heilsu fólks og/eða umhverfið er gjarnan farin sú leið að setja takmarkanir varðandi efnið í XVII. viðauka við REACH.
Takmarkanir í REACH geta verið afar margvíslegar. Þær geta til að mynda gilt um:
Í mörgum tilfellum gilda takmarkanir um framleiðslu, notkun og markaðssetningu (þ.m.t. innflutning) viðkomandi efnis/efna. Takmörkun getur einnig falið í sér kröfur um sérstök skilyrði, svo sem að krefjast tiltekinna tæknilegra ráðstafana eða sérstakra merkinga.
Takmarkanir - upplýsingar á vef ECHA.
Upplýsingar um efni háð takmörkunum - upplýsingar á vef ECHA.
Skrá yfir efni háð takmörkunum - upplýsingar á vef ECHA.
Takmarkanir í XVII. viðauka við REACH geta náð til efna sem bundin eru í hlutum sem fluttir eru inn frá löndum utan ESB/EES. Þetta er ólíkt leyfisskyldingum REACH, en þær ná aðeins til notkunar efnanna innan ESB/EES. Að þessu marki eru því takmarkanirnar árangursrík leið til að komast fyrir notkun hættulegra efna í hlutum. Ein af skyldum ECHA er að meta þörf fyrir takmarkanir á innflutning hluta sem innihalda leyfisskyld efni (efni skráð í XIV. viðauka við REACH).
Lögbær stjórnvöld ríkja innan ESB/EES geta gert tillögur að nýjum takmörkunum í REACH ef þau álíta að aðgerða, sem ná til alls efnahagssvæðisins, sé krafist vegna framleiðslu, markaðssetningar eða notkunar efnis. Að sama skapi getur ECHA gert slíkar tillögur að beiðni framkvæmdastjórnar ESB. Tillögur að nýjum takmörkunum skulu innihalda:
ECHA stendur fyrir opnu samráði um tillögurnar og þær eru metnar af nefndum innan Efnastofnunarinnar: Nefnd um áhættumat (e. Committee for Risk Assessment, RAC) og nefnd um félagshagfræðilega greiningu (e. Committee for Socio-Economic Analysis, SEAC). Samráðshópur um eftirlit (e. Forum for Exchange of Information on Enforcement, Forum) gefur framangreindum nefndum álit sitt á fullnustuhæfi (e. enforceability) tillagnanna. Að þessu ferli loknu sendir ECHA tilmæli sín um ákvörðun í málinu til framkvæmdastjórnar ESB sem tekur ákvörðun um hvort takmörkuninni skuli bætt við XVII. viðauka við REACH.
Ferli nýrra takmarkana - upplýsingar á vef ECHA.
Samráðsgátt um takmarkanir - upplýsingar á vef ECHA.