Stjórn vatnamála

Fyrsta vatnaáætlun Íslands 2022-2027

Vatn er auðlind sem mikilvægt er að umgangast á ábyrgan hátt, ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Viðhalda þarf líffræðilegri fjölbreytni og náttúrulegu ástandi vistkerfa ferskvatns og strandsjávar og tryggja gæði grunnvatns. Heilnæmt vatn er til marks um hreina náttúru og styrkir ímynd Íslands út á við.

Fyrsta vatnaáætlun fyrir Ísland (2022-2027) hefur verið staðfest af umhverfis, orku og loftlagsráðherra og tekur þar með gildi til næstu sex ára. Vatnaáætlun felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd. Vatnaáætlunin felur í sér aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun.