Efnaeftirlit

Efnalög nr. 61/2013, tóku gildi þann 17. apríl 2013 og leystu af hólmi tvö eldri lög, nr. 52/1988 og 45/2008. Málaflokkurinn er stór og snertir starfssvið nokkurra stjórnvalda. Markmið laganna er annars vegar að tryggja að meðferð á efnum og efnablöndum valdi hvorki tjóni á heilsu manna eða dýra né umhverfi og hins vegar að efna skuldbindingar Íslands um að tryggja frjálst flæði á vörum á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins að því er varðar efni, efnablöndur og hluti sem innihalda efni. Þá er það markmið laganna að koma í veg fyrir ólöglega markaðssetningu.