Flutningur endurvinnsluefna

Flutningur almenns úrgangs til endurnýtingar - ekki hættulegur úrgangur

Meginkröfurnar fyrir útflutning á úrgangi sem ekki er hættulegur:

  • Úrgangurinn skal vera skilgreindur í grænu skránni skv. Viðauka III eða IIIA og þar með falla undir 18. gr. reglugerðar (EB) nr. 1018/2006 um almennar upplýsingakröfur 
  • Sendingunni skal fylgja útfyllt Annex VII eyðublað.
  • Samningur skal vera í gildi milli þess sem stendur fyrir tilflutningnum og viðtakanda sem sér um endurnýtingu úrgangsins.

Útflutningur endurvinnsluefna til landa utan OECD

 Lönd utan OECD, þ.e. landa sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri, kunna að hafa strangari kröfur, svo sem um skriflega fyrirframtilkynningu og samþykki, eða innflutningsbann á ákveðnum tegundum úrgangs.

 Kröfurnar eru breytilegar og mismunandi milli landa og sá sem annast tilflutninginn þarf að tryggja samræmi við nýjustu breytingar.

Nánari fyrirspurnir má senda beint til viðkomandi landa, sjá lista yfir tengiliði í viðtökulöndum 

Sjá nánar: