Umhverfistofnun - Logo

Grænir áfangastaðir

Grænir áfangastaðir eru allir þeir sem koma vel út úr ástandsmati, með 8 eða hærra í einkunn.

Áfangastaðirnir eru misfjölsóttir. Sumir þeirra koma vel út í ástandsmati vegna fárra gesta. Ef gestum myndi fjölga myndi ágætiseinkunn líklega ekki halda án þess að innviðir væru byggðir upp.

Á listanum eru einnig áfangastaðir sem hafa verið byggðir upp til að taka við miklum gestafjölda. Má þar nefna áfangastaði innan þjóðgarðsins Snæfellsjökull og Dynjanda.

Grænir áfangastaðir:

  • Arnarstapi
  • Álfaborg
  • Innan Bláfjallafólkvangs: Þríhnjúkagígar
  • Búðahraun
  • Dimmuborgir
  • Dverghamrar
  • Dynjandi
  • Dyrhólaey
  • Eldborg
  • Goðafoss
  • Grábrók
  • Innan Hornstranda: Horn, Höfn, Hornbjargsviti, Látrar.
  • Hólmanes
  • Hraun
  • Hraunfossar
  • Hrútey
  • Húsafell
  • Ingólfshöfði
  • Kattarauga
  • Kirkjugólf
  • Klasar
  • Krossanesborgir
  • Seljahjallagil
  • Skútustaðir
  • Ströndin Stapar - Hellnar
  • Svarfaðardalur
  • Surtarbrandsgil
  • Teigarhorn
  • Innan Vatnsfjarðar: Hörgsnes, Vatnsdalur og Þingmannaá
  • Innan Þjóðgarðsins Snæfellsjökull: Djúpalón, Lóndrangar, Malarrif, Saxhóll, Skarðsvík, Skálasnagi, Svalþúfa og Öndverðanes.
  • Varmárósar
  • Innan Vatnajökulsþjóðgarðs: Askja, Botnstjörn í Ásbyrgi, Dettifoss að vestanverðu, Drekagil, Eldgjá, Fjallsárlón, Hljóðaklettar, Holuhraun, Hvannalindir, Laki, Langisjór, Sel, Skaftafell tjaldsvæði, Skaftafell, þjónustumiðstöð, Skaftafellsjökull, Snæfell gönguleið, Svartifoss, Tjarnargígur.
  • Innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum: Almannagjá, Hakið, Silfra og Öxará.

Á listanum eru áfangastaðir sem voru metnir í hættu fyrir nokkrum árum en hafa nú náð sér. Með auknu fjármagni, uppbyggingu innviða og betri stýringu hefur þróuninni verið snúið við.

Sem dæmi má nefna Surtarbrandsgil sem var á appelsínugulum lista til ársins 2016 og Dynjanda, sem var einnig á appelsínugulum lista bæði 2014 og 2016. Við Dynjanda hafa innviðir til dæmis verið byggðir upp svo að náttúruvættið og umhverfi þess geti nú boðið gesti velkomna sómasamlega.