Störf í boði

Foss_Canva.png (2590029 bytes)

Vilt þú starfa með okkur?

Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn að verndun náttúru og umhverfis. 

Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Við höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.

Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. 

Stafræn þróun er áhersluverkefni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum.

Landverðir eru stór hluti starfsmannahópsins og starfa á friðlýstum svæðum, náttúruverndarsvæðum í okkar umsjón. Landverðir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.

Við leggjum áherslu á öflugt nýliðamóttökuferli sem undirbýr fólkið okkar vel undir verkefni sín. 

Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður og við vinnum auk þess eftir vottuðu gæðakerfi og umhverfisstjórnunarstaðlinum.

Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið og auglýsir hartnær öll störf sín með vali um staðsetningu.

Hvar má bjóða þér að vinna? Valið er þitt!

 

Störf laus til umsóknar

  

 

Aðstoðarmaður umsjónarmanna sjálfboðaliða - sumarstarf

Aðstoðarmaður umsjónarmanna sjálfboðaliða - sumarstarf

Umsóknarfrestur

05.03.2024 til 25.03.2024

Inngangur

Umhverfisstofnun veitir fjölbreytta þjónustu og tekur ákvarðanir er varða umhverfisgæði og náttúruvernd. Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf aðstoðarmanns umsjónarmanna sjálfboðaliða. Starfið felur í sér að aðstoðar við undirbúning sjálfboðaliðastarfs, skipuleggja sumarstarf og fræðslu. Sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar starfa á náttúruverndarsvæðum að vistheimt í þágu náttúruverndar. Þeir vinna ávallt í verndunarskyni, hvort sem það er til að endurheimta, viðhalda eða vernda landslag, verndun dýralífs og gróðurfars, og til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefni sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar veitir þeim faglega þekkingu í verndun náttúru og í stýringu gesta á náttúruverndarsvæðum. Starfið er staðsett í Reykjavík.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoðar við undirbúning sjálfboðaliðastarfs t.a.m. skipuleggja verkefni á svæðum í samræmi við stefnu og áætlanir Umhverfisstofnunar.
  • Tekur þátt í að skipuleggja sumarstarf sjálfboðaliða, t.d. úthlutun verkefna, verkfæra, fæðis, flutnings og gistingar. 
  • Fræðsla tengd sjálfboðaliðastarfi.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Gott vald á ensku, bæði í ræðu og riti. Íslenskukunnátta er kostur en ekki skilyrði.
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, þekking og reynsla af verkstjórn og verklegum framkvæmdum.
  • Þekking og/eða reynsla af vinnu með sjálfboðaliðum og/eða sjálfboðaliðasamtökum.
  • Þekking og áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd.
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum í fjölbreytilegu og hröðu starfsumhverfi.
  • Gild ökuréttindi.

Tengiliðir

Inga Dóra Hrólfsdóttir - inga.dora.hrolfsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000

Julie Kermarec - julie.kermarec@umhverfisstofnun.is - 5912000

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðsstjóri, en Julie Kermarec, umsjónarmaður sjálfboðaliða, veitir einnig nánari upplýsingar um starfið auk Þóru Margrétar Pálsdóttur Briem mannauðsstjóra í síma 591 2000.

Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu, höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun. 

Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á 9 starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, með virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, graenskref.is. 

Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á www.umhverfisstofnun.is. Hægt er að sjá meira um störf sjálfboðaliða umhverfisstofnunar á www.icv.is og https://www.facebook.com/ICV.is

Æskilegt er að aðstoðarmaður umsjónarmanns geti hafið störf 21.05.2024 og unnið til 21.08.2024. 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 25.03.2024

Sækja um

Sérfræðingur í mengunareftirliti

Sérfræðingur í mengunareftirliti

Umsóknarfrestur

11.03.2024 til 21.03.2024

Inngangur

Umhverfisstofnun hefur eftirlit með margvíslegum atvinnurekstri sem getur haft neikvæð áhrif á umhverfið.  Eftirlit með atvinnurekstri felst í því að fylgja eftir skilyrðum starfsleyfis sem Umhverfisstofnun gefur út, sem kveða á um stjórnun umhverfisáhrifa starfseminnar. Einnig felst eftirlitsstarfið í yfirferð gagna og miðlun upplýsingum til almennings. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni á sviði umhverfisgæða.

Umhverfisstofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í teymi mengunareftirlits. Við leitum að starfsmanni með þekkingu og áhuga á umhverfisvernd og mengunarvörnum. Sérfræðingurinn mun starfa í öflugu teymi þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. Helstu verkefni sérfræðingsins felast í eftirliti með mengandi starfsemi. Sérfræðingurinn mun taka þátt í fjölbreyttu samstarfi við fjölda stofnana og hagsmunaaðila.


Hvar má bjóða þér að vinna?
Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið. Valið stendur um Hellissand, Patreksfjörð, Ísafjörð, Akureyri, Mývatn, Egilsstaði, Hellu, Hvanneyri og Reykjavík. 
 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit með mengunarvörnum hjá starfsleyfisskyldum aðilum
  • Viðbrögð við kvörtunum vegna starfsemi og eftirfylgni eftirlits
  • Yfirferð vöktunaráætlana og niðurstöður vöktunar
  • Önnur verkefni er tengjast umhverfisgæðum og miðlun

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem verkfræði, tæknifræði, náttúruvísindi eða umhverfis- og auðlindafræði.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Stafræn verkefni, þekking og geta til að sýna frumkvæði
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur

Tengiliðir

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir - birna.guttormsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000

Sigríður Kristinsdóttir - sigridur.kristinsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir sviðsstjóri, en Sigríður Kristinsdóttir teymisstjóri  veitir einnig nánari upplýsingar um starfið auk Þóru Margrétar Pálsdóttur Briem mannauðsstjóra í síma 591 2000.

Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu, höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun. 

Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á 9 starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, með virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, graenskref.is. 
Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is.
 
Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 21.03.2024

Sækja um

 Störf án staðsetningar

 


Svansvottaður vinnustaður