Stök frétt

Fyrirhuguð Hvammsvirkjun / Mynd: Af heimasíðu Landsvirkjunar

Umhverfisstofnun leggur fram til kynningar áform um að veita heimild samkvæmt 18. gr. laga um stjórn vatnamála nr. 36/2011 til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 MW Hvammsvirkjun. 

Áform um heimild til breytingar vatnshlotsins Þjórsá 1

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að setja áformin til kynningar á grundvelli sjónarmiða sem liggja að baki lögum um stjórn vatnamála. Markmiðið er að hagsmunaaðilar og almenningur geti komið að athugasemdum. 

Athugasemdafrestur við áformin eru til og með 17. janúar 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni á netfangið ust@ust.is merktar Hvammsvirkjun.

 

Fylgiskjöl:

1. Hvammsvirkjun - Umsókn um heimild Umhverfisstofnunar

2. Mat á vistfræðilegu ástandi Þjórsár 1

3. Mat á áhrifum Hvammsvirkjunar á vistfræðilegt ástand Þjórsá neðan Búrfells samkvæmt viðmiðunum laga um stjórn vatnamála, dags. 20. dsember 2022

4. Leyfi vegna byggingar Hvammsvirkjunar - Fiskistofa, dags. 14. júlí 2022

5a. Deiliskipulag Hvammsvirkjunar - Skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrsla

5b. Deiliskipulag Hvammsvirkjunar - Skipulagsuppdráttur

5c.  Deiliskipulag Hvammsvirkjunar - Skipulagsuppdráttur

6. Greinargerð Landsvirkjunar um ytri skilyrði og kröfur, mótvægisaðgerðir og vöktun. Landsvirkjun, desember 2022

7. Svar ásamt fylgiskjölum við beiðni Umhverfisstofnunar um frekari gögn, vegna umsóknar um heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshloti vegna Hvammsvirkjunar

8a. Beiðni um frekari gögn vegna beiðni um heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshloti vegna Hvammsvirkjunar skv. 18. gr. laga nr. 36_2011 um stjórn vatnamála. Landsvirkjun, dags. 19. október 2023

8b. Svör Hafrannsóknastofnunar við athugasemdum Umhverfisstofnunar vegna minnisblaðs um mótvægisaðgerðir í Þjórsá vegna Hvammsvirkjunar. Hafrannsóknastofnun, dags. 16. október 2023

9a. Bréf vegna minnisblaðs um áhrif af framkvæmdum vegna Hvammsvirkjunar á fisk í Þverá. Hafrannsóknastofnun, dags. 27. október 2023

9b. Minnisblað um áhrif af framkvæmdum vegna Hvammsvirkjunar á fisk í Þverá. Hafrannsóknastofnun, dags. 27. október 2023

10. Svar við bréfi Umhverfisstofnunar dags. 1. nóvember 2023 vegna máls. Nr. UST202301-279. Landsvirkjun, dags. 7. nóvember 2023

11. Svar við beiðni um staðfestingu á upplýsingum um raforkuþörf og greiningar um  nýjar leiðir til raforkuframleiðslu

Umsagnir um áform Umhverfisstofnunar um að veita heimild skv. 18.gr. l. nr. 36/2011
Umsagnir vegna áforma Umhverfisstofnunar um að veita heimild til breytingar vatnshlotsins Þjórsá 1 (103-663-R)