Uppgjör 2016

Uppgjör losunarheimilda fyrir árið 2016

Alls gerðu 6 flugrekendur, þar af 5 íslenskir, og 7 rekstraraðilar upp heimildir sínar. Heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfið var 718.624 tonn CO2, en í iðnaði var losunin 1.780.965 tonn af CO2. Heildarlosun flugs og iðnaðar var 2.496.598 tonn af CO2.

Í flugi er mikil aukning á losun gróðurhúsalofttegunda sem fellur undir gildissvið ETS, eða 31,3% á milli áranna 2015 og 2016. Árið 2015 var losunin 547.690 tonn af CO2 en er nú 718.624 tonn af CO2. Þó ber að taka fram að flugrekendum sem bar skylda til að skrá og gera upp losun fjölgaði úr fjórum  í sex. Losun frá flugi er þó háð takmörkunum að því leytinu til að hún er einungis losun innan EES svæðisins og tekur því ekki á heildarlosun flestra flugrekenda, þar sem t.d. Ameríkuflug er ekki innan gildissviðs kerfisins eins og er.

Losunin í iðnaði minnkaði lítillega á milli ára, eða um 1,7%, úr 1.812.043 tonnum af CO2 árið 2015 í 1.780.965 tonn af CO2 árið 2016. Árið 2016 bættist einn nýr rekstraraðili við kerfið.

Framkvæmdastjórn ESB hefur birt lista yfir alla þá flugrekendur og rekstraraðila sem gerðu upp heimildir sínar í tæka tíð. Má finna listann hér.

Heildarlosun flugrekenda sem falla undir Ísland með losun sem féll undir gildissvið ETS 2013-2016

Heildarlosun rekstraraðila sem falla undir Ísland með losun sem féll undir gildissvið ETS 2013-2016

Samanburður á losun í flugi og iðnaði sem féll undir gildissvið ETS 2013-2016