Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

08. mars.2021 | 09:50

Umsókn um starfsleyfi Háafells ehf. í Ísafjarðardjúpi

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um starfsleyfi frá Háafelli ehf. vegna sjókvíaeldis á laxi í Ísafjarðardjúpi. Rekstaraðili hefur verið með 7.000 tonna starfsleyfi fyrir regnbogasilung og þorsk í Ísafjarðardjúpi.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.