Upptökupróf

Þeir sem ná ekki 75% eða meira á skotvopna- eða veiðikortaprófi þurfa að endurtaka prófið. Ekki þarf að sækja námskeiðið aftur. 

Hægt er að skrá sig í upptökupróf í gegnum 
skráningarsíðuna og velja úr staðsetningum og tímasetningum.

Að jafnaði er boðið upp á að taka upptökupróf í Reykjavík og ákveðnum fræðslumiðstöðvum á landsbyggðinni.  

Hægt verður að taka upptökupróf á því tímabili sem námskeiðin eru í gangi, frá maí til júní og aftur í september  til nóvember.

Fyrsta upptökuprófið er án kostnaðar en eftir það er tekið prófgjald. 

Ef nemandi mætir ekki í próf sem hann er skráður í, boðar ekki forföll eða velur sér ekki nýjan próftíma með 24 klst. fyrirvara, er það talið sem fall. Nemandi hefur því ekki kost á upptökuprófi nema gegn greiðslu prófgjalds.

Mikilvægt er að bóka tíma í upptökupróf í gegnum skráningarsíðuna.