Stök frétt

Umhverfisstofnun, í samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa, sem er landeigandi, hefur unnið að undirbúningi friðlýsingar Urriðakotshrauns í Garðabæ sem fólkvangs, í samræmi við 52. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. 

Tillaga að friðlýsingu er nú lögð fram til kynningar til samræmis við 2. mgr. 39. gr. sömu laga.
Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna er til og með 11. maí 2023.
Samhliða auglýsir Garðabær deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum. 

Hér má finna nánari upplýsingar um tillöguna