Stök frétt

Loftslagsdagurinn 2023 fer fram 4. maí í Hörpu og beinu streymi. Takið tímann frá. 

Umhverfisstofnun stendur fyrir Loftslagsdeginum ásamt samstarfsstofnunum. Þar koma saman margir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum og útskýra umræðuna á mannamáli! 

Dagskráin byggist á fjölbreyttum erindum, pallborðsumræðum, áhugaverðum hugvekjum, sýningum og tækifærum til að blanda geði. Áhersla verður lögð á gagnvirka þátttöku áhorfenda. 

Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:

  • Almenning
  • Stjórnvöld
  • Atvinnulífið
  • Fjölmiðla
  • Vísindasamfélagið
  • Nemendur
  • Öll áhugasöm um loftslagsmál

Skráning hefst innan tíðar. 

Takið tímann frá og sjáumst í Hörpu 4 maí! 

www.loftslagsdagurinn.is
Viðburðurinn á Facebook
Svipmyndir frá Loftslagsdeginum 2022