Stök frétt

Ráðið hefur verið í nýtt starf sérfræðings fyrir friðlýst svæði í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði.

Nýr sérfræðingur er Lára Björnsdóttir og hefur hún störf 1. júlí næstkomandi. Lára er með BS próf í ferðamálafræði og er í meistaranámi í sömu grein. Hún hefur gild landvarðarréttindi og hefur starfað á svæðinu sem landvörður um nokkurt skeið. Hún starfaði jafnframt m.a. fyrir Olíuverslun Íslands og hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð. Hún hefur víðtæka þekkingu á friðlýstum svæðum á Austurlandi.
Það er ánægjulegt að taka á móti nýjum sérfræðingi á þessu svæði og við bjóðum Láru hjartanlega velkomna til starfa.