Stök frétt

Nýverið gaf Læknablaðið út yfirlitsgrein um heilsufarsleg áhrif loftmengunar á Íslandi. Tveir höfunda greinarinnar eru sérfræðingar í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, þau Þorsteinn Jóhannsson og dr. Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir. Þau hafa lengi unnið í loftgæðamálum auk þess sem þau hafa stundað rannsóknir á loftmengun á Íslandi sem og áhrifum hennar á heilsu manna.

Í yfirlitsgreininni er samantekt um þær íslensku rannsóknir sem hafa verið gerðar á sambandinu milli loftmengunar og heilsufarsbrests ásamt yfirliti yfir uppsprettur loftmengunar og vöktunarstaði. Einnig er farið yfir sögu loftmengunarmælinga í landinu. Umhverfisstofnun mælir með greininni, sjá hlekk, enda veitir hún gott yfirlit um stöðu loftgæða í landinu.