Stök frétt

Við könnun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á neysluvatni þann 24. júlí 2019 fundust saurgerlar (E.coli).

Niðurstöður greiningar bárust heilbrigðiseftirlitinu laugardaginn 27. júlí og var frétt birt þar um birt á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins strax í kjölfarið http://hevf.is/frettir/.

Í varúðarskyni er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið sbr. leiðbeiningar sem settar hafa verið upp í friðlandinu.