Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Hábrún hf. vegna 700 tonna sjókvíaeldis á regnbogasilungi og þorski í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi.

Tillagan heimilar að hámarki 650 tonna lífmassi á hverjum tíma af regnbogasilungi og að hámarki 50 tonna lífmassi á hverjum tíma af þorski.

Meðfylgjandi umsókn félagsins Hábrún hf. er frá 20. febrúar 2017. Sú umsókn er fyrir 1.000 tonna eldi sem var ákvörðuð matsskyld framkvæmd af Skipulagsstofnun þann 24. október 2017. Þá var umfang eldisins minnkað niður í 700 tonn/ári (/hámarkslífmassi á hverjum tíma) og var sú framkvæmd ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar þann 11. apríl 2018 (sjá í fylgiskjölum). Umhverfisstofnun féllst á að vinna tillögu út frá sömu umsókn Hábrúnar hf. meðvituð um minnkað umfang úr 1.000 tonnum í 700 tonn/ári.

Í fylgiskjölum má einnig sjá umsögn Umhverfisstofnunar um matsskyldu-fyrirspurn framkvæmdarinnar frá 22. febrúar 2018 og valkostir starfseminnar sem umsækjandi skilaði sem viðbótargögnum við umsókn. Auk Vöktunar-áætlunar sem er enn ósamþykkt af eftirlitsaðila Umhverfisstofnunar og er því í raun tillaga að vöktunaráætlun.

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi uppsöfnun lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) sem frá eldinu muni berast í viðtakann (á sjávarbotn undir kvíum). Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á umhverfið.

Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. rg. nr. 550/2018. Við útgáfu mun starfsleyfis mun starfsleyfi, gefið út þann 12. desember 2008 af Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða á félagið Glaður ehf. (kt. 420502-5320), falla úr gildi.

Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila og önnur umsóknargögn verða aðgengileg hér á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 26. júlí til 24. ágúst 2019 og gefst hverjum sem er tækifæri til að koma með athugasemdir á þeim tíma áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 24. ágúst 2019.

Tengd skjöl