Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Skeljungs hf. á Akureyri (Krossanesi). Ekki er um að ræða sérstakar breytingar á stöðinni en gert er ráð fyrir áframhaldandi heimild til að geyma allt að 1.170 m3 af bensíni og alls 7.304 m3 í stöðinni. Gegnumstreymi bensíns skal vera minna en 5.000 tonn á ári.

Umhverfisstofnun hefur ekki hug á að hafa opinn kynningarfund um tillöguna en berist ósk um fund verður það endurskoðað.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendast á Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. janúar 2018.

Tengd skjöl