Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi eða laxi í Dýrafirði í sveitarfélaginu Ísafirði. Arctic Sea Farm hf. er þegar með 2.000 tonna leyfi í Dýrafirði og er því að sækja um stækkun.

Tillagan, ásamt fylgiskjölum, mun liggja frammi til kynningar í afgreiðslu stjórnsýsluhúss Ísafjarðar, Hafnarstræti, Ísafirði, á tímabilinu 9. nóvember – 5. janúar 2017.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5.janúar 2017. Á vef Umhverfisstofnunar má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar, tilkynningu til Skipulagsstofnunar og matsskylduákvörðun hennar ásamt drögum af vöktunaráætlun.

Tengd skjöl