Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi til handa Malbikunarstöðinni Höfða hf. í Reykjavík. Starfsleyfið gildir fyrir alla starfsemina, þ.e. malbikunarstöðina, grjótmulningstöðina og bikbirgðastöðina.
Tillaga að starfsleyfi fyrir stöðina var auglýst á tímabilinu 13. apríl til 8. júní 2015. Ein athugasemd barst á auglýsingatíma og hún kom frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Í athugasemdinni kom fram það mat að ekki væri sérstök hætta af starfseminni eins og hún er núna og að fyrirséð væri að hún flytti innan fárra ára vegna skipulagsmála í borginni. Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 (A-hluti: Meginmarkmið og framtíðarsýn, uppfært 6. febrúar 2014, bls.38), skulu steypustöðvar og malbikunarstöðvar flytja úr Elliðaárvogi á árabilinu 2018-22.
Ekki voru gerðar neinar verulegar breytingar á texta starfsleyfisins frá auglýstri tillögu. Vegna áðurnefndra skipulagsmála í Reykjavík er gildistími starfsleyfisins í styttra lagi eða til 1. febrúar 2019.

Tengd gögn