Stök frétt

Handa sex

Innihald
1 kg hreindýravöðvi gjarnan úr framparti
1 dl blönduð íslensk ber t.d. bláber, hrútaber, sólber og rifsber.
250 gr sveppir, blandaðir villisveppir eða ræktaðir sveppir eða hvoru tveggja
6-8 vorlaukar
6 einiber grófsneydd
2 lárviðarlauf
nokkrir kvistir af nýju timjani eða blóðbergi
1 msk olía
1 msk hindiberjaedik
1 msk sólberjasíróp eða óþynnt sólberjasaft
2 dl bragðmikið villibráðarsoð
1 dl sýrður rjómi 18%
salt og pipar

Aðferð
Hreinsið allar sinar og fitu af hreindýravöðvanum. Skerið hann eins örþunnt og auðið er þvert á vöðvann (helst hálf frosinn þá er best að fá þunnar sneiðar). Skerið sveppina í grófar sneiðar og vorlaukinn á ská í um 1/2 cm bita. Snöggsteikið kjötsneiðarnar í vel heitum víðum potti eða djúpri pönnu, annað hvort á teflonhúð eða í ögn af olíu. Takið kjötið úr pottinum og setjið það til hliðar. Hitið olíu í pottinum og snöggsteikið sveppi og vorlauk ásamt einiberjum, lárviðarlaufi og timjani. Þegar þetta er orðið fallega brúnað á að hella hindberjaediki og sólberjasaftinni eða sírópinu út í. Látið þetta sjóða saman og hellið síðan soðinu í pottinn. Hrærið rjómann mjúkan og blandið honum saman við. Hitið að suðumarki og hrærið vel í með sleif þar til sósa er orðin jöfn. Setjið loks berin út í, hrærið eftir það mjög varlega í sósunni til að berin merjist ekki. Bragðbætið með salti og pipar eins og þurfa þykir. Þá er sósan tilbúin, setjið sneiðarnar út í heita sósuna rétt áður en rétturinn er borinn fram.

Með réttinum er gott að bera fram glænýjar íslenskar kartöflur og grænmeti, einnig er gott að hafa waldorfsalat. Þegar þessi réttur er eldaður má búa til sósuna og brúna kjötið daginn áður en á að bera hann fram. Gott til dæmis í sumarbústaðinn eða þegar haldið er villibráðarkvöld.