Stök frétt

Fyrir 8 - 10

Hráefni
1 stk. hreindýralæri, u.þ.b. 4 - 6 kg
4 stk. beikonsneiðar
salt og pipar
10 stk. einiber, steytt

Soð
1 stk. laukur
1/2 stk. blaðlaukur
2 stk. gulrætur
5 stk. einiber
4 stk. negulnaglar
2 stk. lárviðarlauf
2 l vatn

Skerið grænmetið smátt og setjið í ofnskúffu ásamt vatninu.

Sósan
1,5 l soð úr ofnskúffunni
60 g smjörlíki
60 g hveiti
200 g rjómaostur
8 stk. mulin einiber
100 g bláberjasulta

Heslihneturkartöflur
1 kg kartöflur
100 g gráðaostur
100 g hveiti
2 egg
2 dl muldar heslihnetur
salt og pipar

Eplasalat
2 epli, gul
1 stk sellerístöngull
1/2 dós sýrður rjómi
1 tsk sykur
salto og pipar
300 g spergilkálssprotar, soðnir

Leiðbeiningar:
Kryddið lærið með salti og pipar og leggið síðan beikonsneiðarnar ofan á það. Setjið í ofnskúffuna með vatninu og grænmetinu og steikið við 220°C í 10 - 15 mínútur. Lækkið hitann og stingið kjöthitamæli í lærið þar sem það er þykkast. Steikið áfram við 150°C þar til mælirinn sýnir 72°C eða í um 45 mínútur á kíló. Berið fram með eplasalati, sósu og heslihnetukartöflum.

Sósan
Búið til smjörbollu úr smjörlíki og hveiti. Bakið upp soðið og bætið osti, einiberjum og sultu saman við. Bragðbætið með salti, pipar og etv. kjötkrafti.

Heslihnetukartöflur
Sjóðið kartöflurnar, flysjið, maukið í hrærivél ásamt gráðaostinum, kryddið. Mótið egglaga kökur með matskeið og veltið upp úr hveiti, hrærðu eggi og muldum hnetum. Smjörsteikið fallega brúnt á pönnu.

Eplasalat
Flysjið og kjarnhreinsið eplin, skerið í teninga. Skerið sellerístöngulinn í litla bita og sjóðið í 3 mínútur, kælið. Hrærið eplum og sellerí út í sýrða rjómann og síðan spergilkálinu. Kryddið með sykri, salti og pipar.