Stök frétt

Hráefni
600 gr hreindýrakjöt, hakkað
3 sneiðar af hvítu brauði, skorpulausar.
1/2 - 1 dl mjólk
1 stórt egg
1/4 tesk blóðberg (eða timian)
1/4 tesk nýrifið múskat (ég nota bara tilbúið duft í dós)
Framan í teskeið af allrahanda kryddi
2 msk sojaolía
salt og pipar

Sósa
3 skalotlaukar, fínsaxaðir
50 gr sveppir að eigin vali
1 dl rjóma
2 dl villibráðasoð (annaðhvort heimalagað soð eða íslenskan villibráðakraft frá OSKARI)
2 msk söxuð steinselja
salt og hvítur pipar
2 msk madeira (má sleppa)

Aðferð
Skerið brauðið í bita og látið það liggja í mjólkinni í um 10 mínútur. Blandið því síðan saman við hreindýrahakkið ásamt eggi og kryddi. Látið kjötblönduna bíða í kæli í 10-15 mín, mótið síðan úr henni buff. Hitið olíuna á pönnu og steikið buffin. Kryddið þau með salti og pipar. takið buffin af pönnunni og haldið þeim heitum meðan sósan er búin til.

Sósa
Brúnið skalotlaukinn á pönnunni.
Bætið sveppunum við og steikið þá einnig.
Hellið rjómanum út í ásamt soðinu, sjóðið þett stundarkorn kryddið með steinselju, slati og pipar.
Setjið buffin út í og hellið á þau víninu og sjóðið í 3-4 mín.

Gott er að hafa rauðkál, léttsoðið grænmeti og brúnar kartöflur með þessum rétt