Stök frétt

Sænska hreindýrabollur

500 gr hreindýrahakk
2 1/2 dl rjómi
1/2 dl sódavatn
18 stk Ritzkex
Sveppir (slatti, eftir lyst)
Púrrulaukssúpa (1 pakki)
Laukur (eftir smekk)
Villibráðakraftur frá Oscar

Blandið öllu vel saman og hrærið þar til farsið er hæfilega þykkt til að rúlla bollur úr því. Rúllið litlar bollur úr farsinu, ef það er of þurrt má bæta í það mjólk eða rjóma, ef það er of blautt má bæta hveiti út í. Steikið bollurnar við meðalhita í smjöri og útbúið sósu úr steikarskófinni eða gerið gráðostasósu með. Berið fram með rifsberjahlaupi eða títuberjasultu, kartöflum og eplasalati.


Sænskar hreindýrabollur útgáfa Jóns Bónda

800 gr. hreindýrahakk
3 dl rjómi
1/2 dl sódavatn
1 pk. (100 gr.) Tuc Bacon kex
200 gr. Sveppir
Púrrulaukssúpa (1 pakki)
Tæplega 1 stk. Laukur
1-2 msk. Villibráðakraftur frá Oscar
Hakkinu og lauksúpunni blandað saman og hrært hægt. Svo er kexið mulið og hrært saman við deigið. Þá næst er sódavatni blandað út í og smátt saxaður laukurinn og sveppirnir. Að lokum skal sáldra villibráðarkraftinum Því næst eru hnoðaðar litlar bollur og steiktar á pönnu úr smjöri við meðal hita. (ef þær eru of blautar og klístrast mikið má setja smá hveiti). Best er að hafa tvær matskeiðar við að búa til bollurnar. Nokkrar umferðir á pönnunni þarf til að klára að steikja allar bollurnar.

Þá eru bollurnar teknar af pönnunni og settar til hliðar og sósan löguð uppúr steikarskófinni á pönnunni, t.d. gráðuostasósa. Berið fram t.d. með rifsberjahlaupi eða títuberjasultu, kartöflum og eplasalati.