Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Varmárósa en Varmárósar voru friðlýstir árið 1980 sem friðland. Friðlýsingin var endurskoðuð 2012 skv. auglýsingu nr. 710/2012.
Friðlandið var stofnað í kjölfarið að þar fannst plöntutegundin fitjasef, og er um að ræða annan af þekktustu fundarstöðum tegundarinnar hér á landi. Fitjasef er á válista sem tegund í yfirvofandi hættu og nýtur tegundin sérstakar verndar sbr. auglýsingu um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda nr. 184/1978. Í samræmi við 37. gr laga um náttúruvernd njóta mýrar og flóar, 3 ha að stærð eða stærri og sjávarfitjar og leirur sérstakar verndar.
Samkvæmt 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. Í þeim er lögð fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að viðhalda verndargildi svæðisins.
Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.
Frekari upplýsingar veita Hildur Hafbergsdóttir, hildurhafberg@ust.is og René Biasone, rene.biasone@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.
Tengd skjöl: