Umhverfistofnun - Logo

Litluborgir

Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Hafnarfjarðarbæjar vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Litluborgir en Litluborgir voru friðlýstar árið 2009 sem náttúruvætti.

Markmiðið með friðlýsingu Litluborga er að vernda sérstæðar jarðmyndanir í landi Hafnarfjarðar. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis, en Helgafell og nágrenni þess hefur um langan tíma verið afar vinsælt útivistarsvæði. Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir á svæðinu eru dropsteinar og kísilgúr.

Samkvæmt 81. gr. laga nr. 60/2013  um náttúruvernd er eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. Í þeim er lögð fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að viðhalda verndargildi svæðisins.

Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita Þórdís Vilhelmína Bragadóttit thordis.bragadottir@umhverfisstofnun.is eða René Biasone Rene.Biasone@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl:
Samráðsáætlun
Verk- og tímaáætlun