29.03.2023 13:19
Þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs formlega opnuð
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, opnaði formlega nýja þjóðgarðsmiðstöð í þjóðgarðinum Snæfellsjökli á Hellissandi 24. mars sl. Við þetta sama tækifæri fékk þjóðgarðurinn nýtt merki og nafni þjóðgarðsins breytt í Snæfellsjökulsþjóðgarð. Einnig skrifaði ráðherra undir nýja stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins.