Búrfell, Búrfellsgjá og Selgjá í Garðabæ

Umhverfisstofnun hefur vísað tillögu að friðlýsingu Búrfells, Búrfellshrauns og Selgjár í Garðabæ sem náttúruvættis til umhverfis- og auðlindaráðherra. 

Verndargildi svæðisins felst fyrst og fremst í jarðfræðinni og jarðmyndunum svæðisins. Svæðið er mjög gott dæmi um jarðmyndanir sem eru sérstakar á landsvísu og hafa hátt vísinda- og fræðslugildi. Búrfell og hrauntraðir frá gígnum, gjárnar og misgengi eru mjög áberandi í landi. Búrfell er stakur gjall- og klepragígur sem tilheyrir eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Snemma á nútíma fyrir um 8100 árum rann úr Búrfelli Búrfellshraun sem hefur breytilega ásýnd eftir svæðum. Næst upptökunum í Búrfelli er hraunið slétt helluhraun með hrauntröðum eða hraunrásum með hellum. Fjær upptökunum er það klumpahraun. Innan svæðisins er talsvert af menningarminjum s.s. fjárskjól og seljarústir sem telja má einstakar í sinni röð, byggðar við gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi, kvíum og stekkjum. Hluti svæðisins hefur verið friðlýstur sem hluti af Reykjanesfólkvangi síðan 1975.

Samstarfshópur, skipaður fulltrúum frá Umhverfisstofnun, Garðabæ, Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowa, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Minjastofnun Íslands og hluta eigenda Selskarðs vann að undirbúningi að friðlýsingu svæðisins i samræmi við ákvæði laga um náttúruvernd nr. 60/2013. 

Áform um friðlýsingu svæðisins voru auglýst þann 20. júní 2019. Alls bárust tólf athugasemdir við áformin. Umsögn Umhverfisstofnunar um athugasemdirnar og viðbrögð við þeim má finna hér:  

  • Umsögn um athugasemdir sem bárust á kynningartíma um áform um friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár í Garðabæ 

Í kjölfar auglýsingar um áform um friðlýsingu svæðisins vann samstarfshópurinn tillögu friðlýsingu svæðisins og mörkum þess. Tillagan var auglýst opinberlega í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þann 19. desember 2019. Alls bárust tíu erindi á kynningartíma. Gerð er grein fyrir athugasemdum og viðbrögum við þeim í greinargerð Umhverfisstofnunar sem er að finna hér:  

Þann 14. maí 2020 vísaði Umhverfisstofnun tillögu að friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár sem náttúruvættis til umhverfis- og auðlindaráðherra með vísan til 39. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 í samræmi við framlögð gögn:  

 

 

 

Upplýsingar

Skrár