Áfanga- og verkáætlun

Áfanga- og verkáætluninni er sérstaklega ætlað að stuðla að þátttöku almennings og hagsmunaaðila við upphaf og undirbúning vinnunnar og jafnframt að vönduðu og skýru vinnuferli. Þátttaka og innlegg frá hagsmunaaðilum og öðrum þeim sem láta sig vatnamál varða ásamt því fagfólki sem býr yfir þekkingu á þessu sviði er nauðsynleg forsenda fyrir bæði raunhæfri vatnaáætlun og setningu raunhæfra markmiða við stjórn vatnamála.