Dæmi

Úrgangur

Endurnýting

Undirbúningur fyrir endurnotkun

 • Bilað raftæki sem fagaðili tekur við, bilanagreinir, gerir við og setur á markað. 
 • Úr sér gengið ökutæki sem fagaðili tekur við, gerir upp og setur á markað. 
 • Íhlutir úr raftækjum og úr sér gengnum ökutækjum sem fagaðili tekur við, skoðar, hreinsar eða gerir við og setur á markað. 

Endurvinnsla 

 • Plastumbúðir eru bræddar upp og framleidd úr þeim vörubretti. 
 • Molta er framleidd úr lífrænum úrgangi.  

Önnur endurnýting 

 • Framleiðsla eldsneytis úr úrgangi.  
 • Óvirkur úrgangur er nýttur við að fylla upp í gamla grjótnámu og endurheimta upprunalegt landslag.  Tryggt er að úrgangurinn kemur í stað efnis sem annars hefði verið notað til að fylla upp í námuna, þ.e. þörfin til landmótunar liggur til grundvallar en ekki þörfin til að losna við úrgang. 
 • Seyra er nýtt til áburðar á jörð og tryggt er að notkun seyrunnar fylgi ávinningur fyrir landbúnað eða vistfræði viðkomandi svæðis. 
 • Brennsla úrgangs í brennslustöð þar sem orkunýtni er 60–65% eða hærri.

Förgun

 • Úrgangur er urðaður.
 • Brennsla úrgangs í brennslustöð þar sem orkunýtni er lægri en 60–65%. 
 • Lífrænn úrgangur er urðaður og hauggasi er safnað og það nýtt til eldsneytisframleiðslu.

 

Ekki úrgangur 

Endurnotkun

 • Raftæki sem er í nothæfu ástandi gengur frá einum notanda til annars. 
 • Fatnaður skiptir um eiganda á flóamarkaði. 
 • Byggingarverktaki kaupir notuð steypumót. 
 • Notuð bifreið skiptir um eiganda.