Matvæli

Það getur verið skemmtileg áskorun á heimilinu að draga úr matarsóun og mikilvægt að kynna sér ráð sem geta hjálpað manni að breyta um venjur.

Matarsóun er alþjóðlegt vandamál og á heimsvísu er talið að um þriðjungur af framleiddum mat til manneldis eyðileggist eða sé sóað, það gerir um 1.3 milljarður tonna á ári.  Sóun á matvælum er hluti af kolefnisfótspori heimila og töluverður hluti af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kemur frá urðun á lífrænum úrgangi, m.a. matvælum.

Með því að draga úr matarsóun ásamt því að vera meðvituð um hrávörur, svo sem uppruna þeirra og kolefnisfótspor, er hægt að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið. Meiri neysla á afurðum úr jurtaríkinu og minni neysla dýraafurða hjálpar til, sem og að velja árstíðabundin matvæli og mat úr heimabyggð.

Gott er að tileinka sér ýmis húsráð eins og að skipuleggja innkaup betur, nýta frystinn og borða afganga. Fleiri ráð og innblástur er hægt að kynna sér á heimasíðunni Matarsóun.is