Stök frétt

Umhverfisstofnun barst þann 23. maí sl. umsókn frá Sveitarfélaginu Hornarfjörður  um breytingu á starfsleyfi sveitarfélagsins til urðunar úrgangs í landi Syðri-Fjarðar. Var þar þar óskað eftir heimild til jarðgerðar á urðunarstaðnum. Áður hafði Umhverfisstofnunar borist álit Skipulagsstofnunar um að umrædd breyting krefðist ekki nýrrar matskylduákvörðunar. 

Á næstunni verður unnin tillaga að breytingu á starfsleyfinu og í framhaldinu verður hún auglýst í fjórar vikur.

Öllum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.