Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur breytt leyfi Matís ohf., fyrir starfsemi í rannsóknarhúsnæði sínu að Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík. Umsókn um breytingu á leyfi er dagsett 18. mars 2019 og leyfinu var breytt 9. apríl 2019.

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfinu hefur verið breytt og hefur sama gildistíma og áður, til 28. febrúar 2023.

Ekki var um að ræða breytingu á starfsstöð starfseminnar og því ekki sóst eftir umsögn Vinnueftirlitsins en það var látið vita af umsókninni um breytingu á leyfinu. Skv. 11. gr. reglugerðar nr. 275/2002 er ekki þörf á að kalla saman og fá umsögn frá ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur ef um er að ræða örverur í flokki 1 en nefndin var látin vita af breytingunni og hafði engar athugasemdir.

Breytingin á leyfinu er í formi viðbótar Bacillus subtilis og Lactobacillus reuterii nýtt til rannsókna en sem báðar bakteríutegundirnar flokkast í 1 flokk og því talin vera engin eða óveruleg áhætta sem fylgir starfseminni. Þar með hefur breytingin ekki í för með sér breytingu á áhættumati eða afmörkunarflokki starfseminnar. 

Skjöl:
Umsókn Matís um breytingu á leyfi
LEYFI og greinargerð Matís Vínlandsleið
Ákvörðun um breytingu á leyfi og breytt leyfi Matís 2019