Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir

Flúorefnasambönd sem framleidd eru sérstaklega til notkunar í margvíslegum iðnaði og vörum eru áhrifaríkar gróðurhúsalofttegundir. Þau losna með tímanum út í andrúmsloftið við framleiðslu, notkun og förgun og eru talin valda u.þ.b. 1-3% af losun allra gróðurhúsalofttegunda reiknað sem ígildi CO2. Þau hafa mörg hver mjög háan hnatthlýnunarmátt (global warming potential, GWP) eða allt að 23.000 sinnum meiri en CO2. Hár hnatthlýnunarmáttur þeirra orsakast af bæði af eiginleikum þeirra til að gleypa innrauða geislun frá jörðu og hinum langa líftími þeirra í andrúmslofti sem mælist í tugum upp í þúsundir ára. Efnin eru framleidd sérstaklega til notkunar í vörum og iðnaði eins og í kælikerfum, loftræstingum, varmadælum, slökkvikerfum, háspennurofum, frauðplasti, leysiefnum og í úðabrúsa. Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir skiptast í halógeneruð vetniskolefni (HFC, CFC, HCFC o.fl.), perflúorkolefni (PFC) og brennisteinshexaflúoríð (SF6) auk fleiri efna sem stuðla síður að auknum gróðurhúsaáhrifum.

  • Vetnisflúorkolefni (HFC) hafa komið í stað hinna ósoneyðandi CFC og HCFC (freons) á kælikerfi. Þau búa yfir miklum hnatthlýnunarmætti. Notkun þeirra hefur vaxið gríðarlega á heimsvísu undanfarna tvo áratugi og ekki er útlit fyrir að þeirri þróun verði snúið við nema með alþjóðlegum aðgerðum.
  • Perflúorkolefni (PFC) eru lítið notuð nú orðið þar sem tekist hefur að finna efni með lægri eða engan hnatthlýnunarmátt til að koma í þeirra stað. PFC eru losuð út í umhverfið frá ýmissi mengandi starfsemi eins og álveum en á Íslandi hefur mikill árangur náðst í að draga úr losun þeirra.
  • Staðgengilsefni. Notkun HFC í stað hinna ósoneyðandi HCFC og CFC hafði í mörgum tilfellum í för með sér aukna orkunotkun sem stuðlar að enn meiri losun gróðurhúsalofttegunda. Við mat á hentugum staðgengilsefnum fyrir HFC á að taka mið af orkunotkun til að tryggja að losun gróðurhúsalofttegunda minnki enn frekar. Þetta eru ýmist tilbúin efni með lágan hnatthlýnunarstuðul eða náttúrleg efni á borð við ammóníak og vetniskolefni (HC). 
  • Hnatthlýnunarmáttur: Geta flúoraðrar gróðurhúsalofttegundar til að valda loftslagshlýnun miðað við samsvarandi hæfileika koltvíoxíðs. Hnatthlýnunarmátturinn (GWP) er reiknaður sem hlýnunarmáttur 1 kg af tiltekinni lofttegund í 100 ár sem hlutfall af hlýnunarmætti eins kílógramms af CO2. Gildin fyrir hnatthlýnunarmáttinn eru birt í fjórðu matsskýrslunni sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) samþykkti.

Meira um efni sem valda gróðurhúsaáhrifum

 Dæmi um hnatthlýnunar- (GWP) og ósoneyðingarmátt (ODP) nokkurra efna:

Efni Hlutfall Líftími í
andrúmslofti (ár) 
GWP ODP 
 CO2   1 0
 N2O  120 310 0
 CH4  12,2* 21 0
 HFC-32   675 0
 HFC-125  29 3500 0
 HFC-134a  14 1300 0
 HFC-143a  52 4470 0
 PFC-116   12200 0
 SF6  3200 22800 0
 HCFC-22   1810 0,055**
 HFC blöndur    
 404A 44% HFC-125
4% HFC-134a
52% HFC-143a

 3922 0
 407C23% HFC-32
25% HFC-125
52% HCF-134a
  1774 0
 50750% HFC-125
50% HFC-143a
  3985 0
 410A50% HFC-32
50% HFC-125
  2088 0


* Óvissa 25% 

** Viðmið er CFC-12 sem hefur ósoneyðingarmáttinn 1.